Sorgmæddi trúðurinn gengur inn sviðið
reitir af sér brandara og skemmtir
fólkið gleymir áhyggjum sínum og eymd
grætur af gleði með tárum úr skíragulli

eitt sæti fyrir miðju tekið frá

hverja stórsýninguna á fætur annari
hann starir á autt sætið með brostið hjarta
veit að miskunarlausir fuglar sorgarinnar
myndu hætta sinni hreiðurgerð og fljúga á braut
ef veran aðeins kæmi eitt guðdómlegt augnarblik
myndi hún hefja sálu hans upp til himna
fylla lífsins anda af dýrmætu súrefni
móta hið fyrsta ekta bros á rauðmálaðri vör

en myndi sýningin ennþá vera fyndin?
“True words are never spoken”