Mig langar að reyna að birta hérna öðruvísi ljóð en ég les hér vanalega, torræðara og með flóknara myndmáli og byggingu. Ég verð þó að viðurkenna að þetta er frumraun á þessu sviði þannig uppbyggilegar ábendingar væru vel þegnar.

Sumarnótt

Sumarnótt er vatnið seytlar hjá
í djúpum skurð, hugarró.

Vorið farið fjandans til
og vonin er barsmíð,
söngur og sál, elskhugi er dó.
Miðnætur hálfrökkur við
hörund mýkra en mjúkt en bein brothætt
djásn er moldin í garði sem aldrei frýs.

Sumarnótt ég hugsa um fugl
frelsið hefur ekki hann fjötrað,
sem regn eða vind við gluggann minn
fegurri en nokkur þrá eða draumur
sem smýgur inn í vitund,
sá fugl dansar við dauða mynd
af mér og hvað væri ef vatnið
hefði aðeins bara seytlað hjá
á fund stjarnanna og
ekki einu sinni fuglinn með öllum mætti, fegurð og fyrnsku
gæti fundið regnið þar.