Hjarta!

Hjarta! vertu spegill minn
auga og hugur
en ekki gefa gaum
af syndum og djöflum dauðum
Sýndu mér sorg
og gleði með,
gefðu mér sál
og lás til að læsa augum.
Ég vil ekki sjá það sem ég sé
og ekki brjóta neitt
hvorki þjást né slást
við ástarörlög aum.
Leyfðu mér að vera
en ekki mig drepa af bábylju
eins og mennskum þrám.

Hjarta! við getum gleymt hvernig það var,
þú gleymir sorg en ég vonum
þú minni en ég minningum.
og við munum leita en ekki finna
og loks gefast upp og sjá,
að engu sem var leitað
var ekki þegar þar
og þú munt sofna
og ekki lengur blóði dæla heitu
en ég mun vaka
í dagdraumi án eftirsjár
og horfa á nóttina og snjóin
nálgast ægifögur.

Hjarta! það er ekkert sem þú veist
sem ég ekki veit
svo hættu að kvelja mig
ellegar ég skipti þér út
og lítið grjót
óhreint og dökkt
ískalt sem jökulvatn
renna mun um það
sem ég kalla skal
hjarta mitt
héðan í frá.

Hjarta!
Þú í draumi sveikst mig
og þráin fram spratt
og augu hafa aldrei séð augu
slík sem þá.
Hlýja í draumi bar mig á vængjum til vöku
og augu og hjarta og ég sá að þar ekkert var.