Í fjötrum

Er myrkrið læðist um götur bæjarins
og skýtur sér inn í öll skúmaskot,
flýta allir sér heim í faðm hvers annars
á meðan ég kúri í einmannaleikanum.

Nakin hönd mín leitar út í tómið
og þráir heitt að verða snert,
þráir heitt að verða kysst svo undurblítt
og svífa á valdi ástarinnar.

Er geislar sólarinnar hrekja myrkrið á brott
og flæða um lífsins lindina tæru,
skríða ástfangnar sálir úr fylgsnum sínum
og sameinast fegurð móður jarðar.

En ég kúri áfram, fjötruð,
í faðmi svartara og sterkara afla
en sjálfra myrkravaldanna.