Ég ætla að senda inn nokkra af textunum mínum sem ég hef verið að vinna í undanfarinn vetur.

Ég vona að þið getið lesið þetta með opnum hug og sagt mér hreinskilnislega hvað ykkur finnst, en ekki vera að koma með einhver skítköst bara til þess að vera súpertöff.
Ef ykkur finnst þetta ömurlegt, endilega látið mig vita, en ekki orða það eins og algjörir fæðingarhálfvitar…

Kaldlundað harðræði

Þú blóðgar mig
Djöfull
Þú kvelur mig
Böðull
Þú ristir mig
Satan
Þú brennir mig
Natan
Mér fylgir
Dauði

Ég dansa á bálinu
Þó iljar mínar öskri
Ég leik mér að stálinu
Þó brenni minn losti

Þú blóðgar mig
Djöfull
Þú kvelur mig
Böðull
Þú ristir mig
Satan
Þú brennir mig
Natan
Mér fylgir
Dauði

Ég hlæ mót gálganum
Þó hrafnarnir hljóðni
Ég uni mér í djúpunum
Og aðeins lúti Óðni

Þú blóðgar mig
Djöfull
Þú kvelur mig
Böðull
Þú ristir mig
Satan
Þú brennir mig
Natan
Mér fylgir
Dauði

Textinn er um mann sem hlær að pynturum sínum þó það kosti hann ótakmarkaðann sársauka og að lokum lífið.

Tröllanótt

Í dalverpi dynur
Og nötra há fjöllin
Bergvirkið hrynur
Þessa nótt eiga tröllin

Þau níðinn þylja
skín í geiflurnar
“mannsbeinin mylja
þeim til refsingar”

Í kytrum skjálfa börnin
Nóttin örhægt líður
Þeim dögun ein vörnin
Þá sá vættur svíður

Í austri til rofa
Senn ljóma hlíðar
Og til eilífðar þau sofa
Dynhamrar fortíðar

Textinn er um tröll sem ákveða að fara á ærlegt fyllirí og hræða líftóruna úr dalbúum, en skemmta sér einum of mikið og taka ekki eftir sólarupprásinni.


Útburður

Blessunarlega þögn
Ó yljaðu mér ögn
Því út var ég borinn
Kvalinn og skorinn

Morgunn bíður lengi
Harðróma strengi
Þú syndgari leikur

Þei þei nú nálgast hann
Og ó ég sem ekkert kann
Lífslogi minn flöktar
Afrakstur þinnar syndar

Þjakar mína sál
Þrýtur mér mál
Tími dauðans kominn

Textinn er um það hvernig ég ýminda mér að síðustu hugsanir barns sem boriðhefur verið út hafa verið.

Fórn

Rís mót sólu
Höfuð þitt ber hátt
Forfeður þér fólu
Ó þann myrka mátt

Augun gneistum skjóta
Tunga vefst um tönn
Aldrei lífsins njóta
Bölvun sú er römm

Svei þér riddari mánans
Úr jörðu þér risuð
Á fórnarbeði stígið dans
Ósnortna mey ristið

Þitt hömlulausa eðli
Svívirðir einmana mey
Hugur þinn illi
Tælir konu grey

Textinn er um mann sem er með einu og öllu hömlulaus, hann er kenndur við kukl og telur sig yfir öll lög hafinn.


Takk fyrir mig
-Kaja
Kviðristur, hengdur, kvalinn og látinn.