–Í Víkingaferð við Höldum–

Upp í víkingaferð við héldum
Til að afla oss matar og fés
Við ætluðum að hefna oss
Blóðbræðrarmissi

Við skulum drekka allan þeirra mjöð
Ræna þá og rupla
Drepa svo og kveikja þeirra húsum í

Förinni var heitið
Að landinu kalda
Þar sem fjöllin risu
Með sína hvítu toppa

Er við á sjó úti vorum
Þá vindurinn oss blés í ranga átt
En við kunnum til verka
Og vindinum lægði brátt

Við skulum drekka allan þeirra mjöð
Ræna þá og rupla
Drepa svo og kveikja þeirra húsum í

Er að landinu var komið
Þá kvíldarskylda oss bar
Við kvíldum okkar þreyttu bein
En héldum svo oss för áfram

Við gengum nú í vestur
Og förinni var heitið að okkar óvin
Er að áfanga stað við komum
Við öskruðum okkar víkingaróp

Við skulum drekka allan þeirra mjöð
Ræna þá og rupla
Drepa svo og kveikja þeirra húsum í

Við hlupum í átt að óvina bænum
Sveiflandi sverðum og öxum okkar
Við hjuggum mann og annan
Og kveiktum þeirra húsum í

Er á heimleið við vorum
Mættum okkar óvina bróður
Hann var með sitt lið
Og hefndarskilduna hann bar

Þeir gengu í átt oss
Og hugðust okkar dauða vilja
Þeir felltu alla okkar menn
Og mig þar á meðal

En rétt áður en minn dauða bar að
Þá heyrði ég þessi orð hvísluð

Við skulum drekka allan þeirra mjöð
Ræna þá og rupla
Drepa svo og kveikja þeirra húsum í

Núna lifi ég í Valhöll
Og drekk mig fullan af mjöð
Ég lifi kónga lífi
Í valhöll er ég nú

HjaltiG

Hehe ég er víst með víkinga á heilanum :) er búinn að gera lítið annað en að hlusta á víkingarmetal og drekka kók (mjöðinn minn)
hehe Hope u like the viking song