Hana þyrstir í blóð, guðs útvöldu þjóð.
Sprengjur hennar þjóta sem hungraður örn,
yfir friðsælt fólkið og ómálga börn
tæta sundur fjölskyldur, borgir og skinn,
„Sigurinn verður minn! Sigurinn verður minn!“
Hana þyrstir í blóð, guðs útvöldu þjóð.

Hana þyrstir í lönd, guðs útvöldu hönd.
Vendi hennar hafa nú múslimar mætt,
með blóðbragð í munni þeir fá ekki rætt
samfélag þjóða lokar eyrunum þétt.
„Þið eigið engan rétt! Þið eigið engan rétt!“
Hana þyrstir í lönd, guðs útvöldu hönd.

Þau vantar sárt vörn, guðs fordæmdu börn.
Frá fæðingu blóðug stríð hafa mætt þeim
mamma og pabbi, hafa kvatt þennan heim
og engin von um frið, engin von um sátt.
„Við hefnum þeirra brátt! Við hefnum þeirra brátt!“
Þau vantar sárt vörn, guðs fordæmdu börn.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.