Einkennileg hugsun sem læðist að mér
í húmi nætur
Hugsun sem læðir hrolli
eftir endirlöngu bakinu
Hugsun sem er upphafið, endirinn
og tilgangur alls
Og þetta sekúntubrot sem hugsunin
lýsir upp huga minn
og lyftir mér upp til skýjana
í leit að fullkomnun
því hugsunin er hið endanlega svar!

Þessi hugsun um ekki neitt
nákvæmlega ekki neitt
kyssir mig svefninum langa
og ég veit allt