Opið sár á eigin sálu
svört hún er af illsku minni
erfið hindrun, leikur lífsins
lýkur hér hjá mér- að sinni.

Blóð á ermi, blóð á hjarta
bognar lífið, viðkvæmt dettur
tár í augum, tár í huga
týnist líf, ei traust sem klettur.

Finndu óttann, skrefið stígðu
skildu, þú ert einskis virði
taktu hnífinn, ekki hopa
heimi þú ert óþörf byrði.

Nú brosir veröld, vaknar lífið
von er enn við gildi hér
ljúfan, hún var litlaus drusla
líf hennar ekki gætt'að sér.