Ó þú mín kæra nú kúrir þú inni
og kisa þín leikur að rósum og bréfi.
Hún malar og kúrir í kjöltu þinni
og kitlar þig með sínu smáa nefi.

Ég man er ég sá þig um sólgræna daga.
Sauðurinn ég gerði ekkert þótt
ég hugsaði um það en hugðist ei draga.
Nú halla er tekið að biksvartri nótt.

Þú situr inni og blaðar í bókum,
blöðum og lest og skrifar hjá þér.
Djásnið þitt leikur í kimum og krókum
að krumpuðu blaði sem ónýtt er.

Ég hugsa ekkert – úti er kalt.
- Nú ærist kisa og blómið um koll.
Ég sé innum gluggann ég sé þetta allt.
Það sækir að mér kulda og hroll.

Hollis
It’s not only the car your driving, It’s also the size of the arm hanging out of the window