…úr sótsvörtu ginnungargapinu hljóma dunur
múspellssynir raula þar sinn tryllta ógnarsöng
hér niðri á jörðu gefa dýrin frá sér stunur
því að biðin eftir naglfari er ekki lengur löng…

…loki situr kátur og glottir út í bæði
komin er stundin sem hann þráði svo heitt
úlfurinn hans sonur slefar strítt í bræði
æsirnir hörfa - þeir er hræðast ekki neitt…

…maðkurinn úr undirdjúpum gleypir í sig menn
er hann ryðst upp á fjöruna og gengur á land
surturinn eldhjúpaður bregður sverði senn
og valhöllin glæsilega breytist í sand…

…en þá kemur grímuklædd fljúgandi hetja
sem stundar jafnan köngulóar-lifnaðarhætti
spædermann mun illskuna í hel aftur setja
og vernda þar með heiminn og alla góða vætti…

…svo spinnur hann vef og fangar það slæma
heimsendir verður bara'ð koma aftur síðar
örlaganornir - löngu hættar að dæma
spædermann sér um að vernda verur fríðar…



…hið vaxandi gláp á sjónvarps sterku kappa
gerir okkur dofin og veik nú að lokum
því með aulalega lúðablesa og mannheri knappa
erum við viðkvæm fyrir surtsins logastrokum…


-pardus-


Hversu margir föttuðu þetta ljóð? ;)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.