Hafa öll mín tár til einskis fallið
geta mín djúpu sár aldrei gróið?
Nú þegar eitrið
hefur náð tökum á þér að nýju
opnast öll mín gömlu sár
er ég hélt að væru
löngu gróin.
Tárin sem ég hélt að væru þornuð
streyma fram líkt og foss.
Ég elska þig engillinn minn
bjartur svipur þinn
sem áður lýsti upp veröldina
er nú horfinn
horfinn í sortann
sem hvílir yfir öllu.
Meðan eitrið liðast um líkama þinn
grætur hjarta mitt.
