Sem umvafin þoku þyrlist líf kringum mig
þakin ég er þykkri móðu
skuggarnir falla,en falla aðeins til mín,
fegurð ljóssins fá þeir kátu og rjóðu.

Bítur í hælana svartur, geltandi hundur
sjóinn ég steypi mér í
myrkrið sem ljósið, og ljósið er horfið
leggst ég niður, andinn þungur sem blý.

Gríp um hjarta, það slær,það slær, ó, svo hratt
heldurðu, Guð, að ég fari í fang þitt ?
Hverf ég niður, til Satans, kallandi á mig ?
Kemur Guð hlaupandi, með opið fang sitt ?