Getur verið dáldið óþjált í upplestri. Rhythminn er 5 slög á línu sem gefur 3 í þögn á milli lína, og áhersla lögð á stuðlun. Þannig styttast að sjálfusér aukaatkvæðin og ljóðið rennur ljúft í gegn.. vona ég…
Væri gaman að fá að heyra frá fólki um hvað það heldur að ádeilan snúist.

Hljómfagra rósin

Þar sem skipið sökk einn dag í smáum læk,
og sólin leit á vatn, sem er löngu þornað.
Hljómaði rósin í hugunum ofur stórtæk,
hreyfði eitt lauf og gat þar gegn heiminum spornað.

Og lærðist þar ám og langhyrndum kynbótamönnum;
að lífið og ástin og eilífðin á ekki við
á grásprengdum götum af fyrirtaks boðum og bönnum,
bænheyrðum lýðnum, sem þráði að fá allt nema frið.

Og er sólin settist hægt við mánans hlið,
og hljóðum augum starði út í rauðan bláinn,
heyrðist þar mönnum hún segja eftir hálflanga bið:
„Hljómfagra rósin, okkur er loksins dáin“.
DGL '08
Skoðun mín er eingöngu byggð á óhrekjandi staðreyndum.