Ég var að skoða gamlar bækur sem ég átti og fann eitt ljóð sem ég gerði þegar ég var 10 ára um frænku mína. Frænka mín, sem var eldri systir mömmu minnar, dó þegar hún var 9 ára og ég heiti eftir henni. Það hangir stórt málverk af henni heima hjá afa og ömmu. Þetta ljóð gerði ég handa henni Ingu Birnu

Litla stúlkan, litla stúlkan,
hún átti þau fáu ár.

Hún ei brosir, ei hún brosir,
því nú liggur hún.

Nú liggur hún í gröfinni ein,
hliðina á ömmu og afa.

Hún var gáfuð, hún var fáguð,
hún var gáfaðari en ég.

Á himninum sál hennar leikur,
í jörðinni hvílir allt annað.

Þessi stúlka, þessi stúlka,
hún átti alls ekki að deygja.

Og ég mynni á það að ég var bara 9-10 ára gömul þegar ég skrifaði þetta.