er ég nema heimurinn
er ég miðjan sem heimurinn snýst í kringum
er ég allt
er ég ekkert

Ég óska þess í hjarta mínu að ég sé meira
en tannhjól í klukku lífsins
Ég óska þess í hjarta mínu að ég sé meira
en einn andadráttur tímans
Ég óska þess í hjarta mínu að ég sé meira
en steinn í fjallinu
Ég óska þess í hjarta mínu að ég sé meira
en ég er það ekki

Hví var mér falið þetta líf
ég er viss um
af öllum þeim sem bíða þess að fæðast
að þeir séu hæfari í lífi mínu en ég

Svo stundum finnst mér sem ég sé sá eini
sem skilji og sjái hvað er í gangi
Hvernig heimurinn er, hvert hann stefnir
Hver tilgangur lífsins er og svarið við öllu.
En ég veit að þetta er tóm ímyndun
þrá, til að vera eitthvað meira en ég er
Meira en ég mun nokkurn tíman vera

Og eftir bitur tár, og erfiða tíma
styttir upp, og ég geng út í sólina
mér er sama
um allar áhyggjur sem þröngvuðu sér upp á mig
því þetta er mitt líf
sama hve ómerkilegt það er.
þá er þetta mitt líf, mitt val
og ég ætla mér að njóta þess