Ein eilífðar smásál, með titrandi tár, finnur sinn Drottin í ristaðri sneið. Hún tilbiður fenginn í hverri smárri neyð, þegar hún er vitlaus og þegar hún er leið. Hún telur að himnagata hennar sé greið, holan í skýjunum bíði tilbúin og gleið og nú standi Lykla-Pétur brosandi með ódáinsveigar og skeið

…því öllsömul fáum við eitthvað í svanginn, svo Drottni sé þökk fyrir súpu og brauð.

Ein eilífðar smásál, með titrandi tár, finnur sinn Drottin í eldgömlu riti. Hún tilbiður fenginn með sínu litla viti, þegar hún þarf leiðsögn í lífi og striti. Hún heillast að orðunum, loforðum og gliti, sér alla þessa bókstafi, þessa fögru liti og segir að þó Jesúbarnið liggi nú sofandi rótt og hryti

…bíður hún þess í ofvæni að hann vakni, svo fljótlega verði hún sælleg og dauð.


-Danni pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.