Ég veltist í óhamingjunni eins og svín í drullu
í útvarpinu eru leikin lög eftir pöntun
Sjónvarpið sýnir fréttir fyrir fatlaða
á meðan ríkið nauðgar fátæka og öryrkja

Leitin að ástinni er eins og leita að Bin Laden
Þú veist ekki hvort hún sé dauð eða falin
spurningin finnst ekki í alfræðiorðabókinni
ástin er ekkert uppfléttuefni

Ég ligg hér í rúmi, enn ein andvöku nótt
vildi ég væri draumurinn minn svo ég væri þú
en með orðum þínum þá skarstu hjarta mitt í sundur
hugsa ekki lengur því heilinn á mér er farinn í tætlur

ég gefst ekki upp, búinn að skrá mig í björgunarsveitina
ég þig ætla að finna um víðan heim, leitandi í alla hella
Hvert sem ég fer, mun ég leita að þér
En kannski ertu dauð
————————————————