það er móða
á milli massívra
glerjanna
gangandi glaumgosi
fyrir utan
á flötinni
fimmtán bílar
á bílastæðinu
bakvið vegginn
við veginn
götuna
sömu götuna
og glaumgosinn gengur á
speglandi sig 
í glerinu mínu
rúðunni
rjóður í kinnum
kalla 
ég til hans
komdu komdu
karlandskotans
kapítalisti
hrokafulli og hégómlegi
heilaþvegni
kynþokkafulli
kynjamaður
kynntu  mig
fyrir konunni þinni
þrýstinni
og þrútinni
beljunni
á bílastæðinu
bakvið vegginn.
                
              
              
              
               
        





