Sekúndu eftir Sekúndu heyri ég dauðann tifa nær og nær en mig langar ekki til að heyra það
Klukkan tifar og verð að nýta tímann með ástvinum áður en ég neyðist til að dvelja einsamall
Hvert einasta Sekúndubrot fer í að upplifa mína kvöl
Að tíminn étur mig upp og ég er bara að segja mínar síðustu tuggur fastur í tímans tönn
En viljið þið bíða við, í hvað hef ég notað tímann minn hingað til
Í bið, ákvarðanir sem ég var ekki viss um niðurstöðunna en eru samt stýlaðar á mig
Ég er eins og hringjarinn í Notre Damn, Líf mitt snýst um tíma, þið getið kallað mig óðann mann
Og æfisagan mín verður skfifuð með blóði á blað, en ekkert merkileg svo nota ekki einn stóarnn staf
Ekki eitt Upphrópunarmerki Og hef það ekki í mér að undirstrika einn staf
Og Ég hef aforkað svo lítið að öll sagan myndi varla þekja heilt blað
Ég held að hafi samt fundið ást, en er ég það fundvís, því það er fyndið
Að sagt er að ástin sé blind svo kannski stakk ég út bæði augu mín út og fylgdi leið hennar í blindni
Guð ég bið þig um vísbendingar um rétta leið er ég ferðast þessa ferð hér
Því það er þunn lína milli ást og haturs en hvorum megin við línuna stend ég?
Ég held að ég dvel hjá ástinni en haturinn skítur upp kolli, hér og þar
En stundum get ég ekki tjáð ást minni tilfinningar mínar án þess að nota penna og blað
En ég elska hana en samt hugsa ég stundum með mér hvort hún sé of tímafrek
Eða hvort hún tefji mig í því að taka næsta skref hindri mig í að fara mína ferð
Ég er í kapphlaupi við tímann og veit að ég er að koma á leiðarenda, það er að lýða að því
En kannski hugsa aðeins of mikið um það hvað ég tími að eyða mínum tíma í…

Get ég gert eitthvað til að hægja vísinn niður látið hann bíða mín?
Því mér finnst eins og að hann sé að taka fram úr mér og yfitaka mitt skítalíf

Ég eyði tíma í að eyða peningum er með peningavit en græðgi mín yfirgnæfir það
Vel oftast Peninga fram yfir Tíma án þess að spyrja sjálfan mig hvort er mikilvægara
Ég eyði tíma með ástvinum sem segjast þarfnast minnar hljýju og nærveru
En ég stend mig best einn en í kringum aðra er ég varla næstbestur
Ég vildi að ég gæti bætt fyrir mín mistök þá væri ég kannski umkringdur glaðlegum andlitum
Ætli þetta myndi ekki allt vera betra ef ég hefði meiri hæfileika í mannlegum samskiptum
Ég ferðast út mína æfi óskandi að sagan væri endalaus
Ég er í kapphlaupi við tímann en hann telur mig varla verðugan keppinaut
Pendúllinn sveiflast og Sandkorninn falla og eru að fylla upp mitt tímaglas
Ég sekk oní kviksand tímaglassins, drukkna í mínum mistökum, að leiðrétta þau hvað þýðir það!
Það þýðir ekkert ég hef glöggvað í allar orðabækur það hefur enga þýðingu
Þú getur ekki bætt upp fyrir þínar skissur sem þú krotar út í lífinu
Því Ör endast að eilífu þó svo að þú getir falið þau farðað yfir þau
Svo þið dæmið þann sem særir ykkur sem sagt mig hiklaust
Ég skil eftir Ör á minni fjölskyldu ástvinir fá að finna fyrir minni útrás
Svo að sjálfsögðu telja mig ekkert nema skrímsli í húð og Hár
Drottinn Geturðu gert mér einn greiða notað rödd Guðs og sagt mér minn tilgang upphátt
Geturðu gert mér þann greiða áður en þú munt sýna Guðs mátt
Því ég veit ekki hvað ég á að gera hér áður en ég fer í þína umsjá
Og ég að ég get ekki sloppið við það svo það er ekki spurning um hvort heldur aðeins tímaspursmál