Ég vaknaði í veröld, þar sem himinninn var grár
Skýin allt í kringum mig þutu öll mér frá
Auðar blaðsíður í loftinu fuku
Eintóm orðin setningunum luku.

Fyrirgefningin, sem aldrei var mér gefin
Lífið tekið burt af þeim sem einn gat það gefið
Augun sáu ekki dropana sem runnu úr þeim
Líkt og ég valdi ekki orðin, sem særðu tár úr þeim.

Kerti brenna hvert sinni stjörnu á
og loginn bærist til og frá, til og frá.
Eldurinn í kertinu mínu bærist til og frá.

En þegar loginn slokknar
Þá skærasta stjarnan dofnar
Gráttu ekki, ef þeir finna mig
Feldu frekar sjálfa þig.

Ég vaknaði öðrum heimi í
þar sem litirnir runnu saman í ský
Í einmana líkama vaknaði sálin mín tóm
Mér fannst sem ég heyrði kunnuglegan róm.

Ég opnaði augun, og þá sá ég þig.
Starandi, fallega, að gráta á mig.
Þá dofnaði loginn, og stjarnan mín skær,
blæðandi dró mig nær og nær.

Ef þú einhverntíman vaknar á nýjum stað
og ef þú ert hrædd, ekki hugsa um það.
Ég bið þig aðeins, að muna mig.
Stjörnu sem grætur og týnd þráir þig.





M.