sár Í hitamistrinu hangir blá logn
Í morgun voru grastár á balanum
og himinninn enn grár
Svo kemur suð suðaustan áttin með
gula sveipi um loftið
Reykjavík verður eins og Peking
í mollu mengunar
borgarstjórinn rekur Ólöfu Guðnýu.

í mistrinu
er grastár
og gulur
sveipur
mollu
í loftinu sár


Ég veit ekki hvort lífið
vill veita mér mjólk
En hún elur af sér fólk
Hver hefur gefið henni vald til að drottna og deyða
eiða,
á endanum verðum við skólp
Sumir skorpna ungir
Aðrir deyja feitir og gamlir
Grunnurinn er vanans mjólk