Vitstola af hræðslu líkt og helsært dýr
með óstyrkum höndum afklæðist rifinni úlpu
votar tærnar læðast hljóðlega inn ganginn
kisi hleypur í burt og veit hvað er í vændum

sírenurnar óma og ljóskastarar blinda augun

lútir höfði og bíður uns þessu er yfirstaðið
háværar skammirnar og blótsyrðin fjara hægt út
barnslegur líkaminn kippist við skerandi sársauka
hávær smellur á mjúka kinnina verður mannleg þolraun

ákveðin augun stara köld framan í uppalara sinn
með þrjóskusvip bíður fallega hinn vangann
“True words are never spoken”