Margir segja og meina það,
að myndmál nægi ljóði.
Ekkert form og fíl' ei að
fyll' í stílsins sjóði.

Löðurmennalykt er af,
lötum formleysingjum.
Rím og stuðla og höfuðstaf
stíga á þeir með skónum.

Tungumálsins táknberar,
traðkaðir í svaðið.
Strípað ljóðið stendur þar,
stoltlaust eftir baðið.

- geirag 2002