Blóðheit faðmlögin firna föst
full af framandi dulúð manna og dýra
gúmmíelskendurnir ögra þeim öldnu
í vaðstígvélum ákveða að fara í fótabað

lífshlaupið er hafið og allir eru með
lífsins vökvi streymir með veðurofsa
andardráttur magnast og vöðvaþræðir titra
augu þín skjóta neistum á eldfima sálu mína
fullnægingin verður heimatilbúin atómsprengja

framkallarar lífs & lima reka upp stór augu
krossferðin staðnæmist við kínamúr úr gúmmí
í hetjulegri orustu verða að lúta lægra haldi

lífið tapaði þessum bardaga en mun vinna stríðið
“True words are never spoken”