Tilfinningarnar bera mig ofurliði
fæturnir reika uns ég fell til jarðar
hjörðin horfir á með sljóum augum
staldrar ekki við
heldur göngunni áfram að næsta vatnsbóli

ungt dýr tekur við hjarðarstöðu minni
foreldrarnir staldra aðeins lengur við
fylgja síðan hjörðinni með hljóðlausum grátri
eftir ligg ég og óska þeim góðrar ferðar

hrædýrin byrja að sveima allt í kring
renna á lykt þornaðra tára og brestandi sorgar
ég álasa þeim ekki enda þeirra eðli

með innilegri hlýju í röddu segi þeim sögu
um eitt sinn heilbrigt dýr sem var elskað

þau kinka kolli skilningsrík með munnfylli af mé
“True words are never spoken”