Með blóð í augum hatrið brann
hatur fyrir mínar eigin spegilmyndir
upp að mér læddist dauðinn, ég rann
niður til Satans fyrir ljótleikasyndir

grátandi, kallandi bað ég um björgun
ég vildi lifa, ekki gefast upp svona
en með hnífinn í hendi tók við úlnliða sörgun
ég datt niður, ekki enn orðin kona.

Tár blönduð blóði, og synd hrærð í með
þessu lífi var sóað í tilgangsleysi
hérna dey ég, ekki barn, bara ófrítt eitt peð
liggjandi á gólfinu í litlu hreysi.

Verið bless, hvísla ég titrandi rómi
loka augunum í mitt hinsta sinn
blóðið í augum, nefi og gómi
ég hleyp, Guð minn, til þín inn.