Hann tók á rás til mín
og brosti,
andlit hans glóði og skein.

Hann tók á rás til mín
og brosti,
augu hans glitruðu eins og stjörnur tvær.

Hann tók á rás til mín
og brosti,
ljóst hár hans, mjúkt eins og dúnn.

Ég hélt honum í fangi mér,
tíminn stóð kyrr
og um stund
voru allar heimsins áhyggjur,
öll mín angist, pína og kvöl
horfin
úr hjarta minu.

Eftir stóðum við tveir,
utan tíma og rúms,
utan veruleikans sem umkringdi okkur,
sameinaðir
í þessu andartaki,
sem varði að eilífu.

Hrein ást,
milli föður
og sonar.