vont er að vera tröll
og mannanna syni þrá,
dýrka þá, lofa í laumi
en engann af þeim svo að fá

-

um laga vegu fór ég
bak við fjöllin, undir sól
og ég faldi mig síðan
inní litlum grænum hól

vont er að vera tröll
og mannanna syni þrá,
dýrka þá, lofa í laumi
klifra um fjöll blá
en engann af þeim svo að fá

það uxu strá og engjarósir
á þakinu þar
og það vissi enginn
hvar ég var

svo þegar nóttin
lagðist um allt
dröslaðist ég á fætur
mikið var mér kalt!

vont er að vera tröll
og mannanna syni þrá,
dýrka þá, lofa í laumi
klifra um fjöllin blá,
og brjótast gegn brjáluðum straumi
en engann af þeim svo að fá

í dalnum kúrði kotið
svo ógnarlítið var
ég gægðist inn um gluggann
sá hann liggja þar

svo skrítn í maganum varð ég
og brosti ég undurblítt þá
hlýja um hjartað mitt fór
sem skini mig vorsólin á.

á koddanum sofandi lá
með sænginga upp undir höku.
en hinumegin stungust þá
tuttugu tær
og nú halda þær
endalaust fyrir mér vöku

vont er að vera tröll
og mannanna syni þrá,
dýrka þá, lofa í laumi
en engann af þeim svo að fá
“Enginn veit til angurs fyrr en reynir”