Mín fystu tvö ljóð. Orti bæði í gærmorgunn.
Langar í feedback ;)


Stelpur

Ég sé ykkur vænar um göturnar valsa,
með vippandi hárið, laust við allann taum.
Þið mætið mér, léttur ég ljúfann fæ galsa,
og lifna allur við ef þið gefið mér gaum.

Að gægast í sál ykkar, geri í huga.
Ég góðmennsku og sakleysi fæ þar að sjá
ég fyrir mér velti hvort væri þar smuga
og vonast svo til slíkrar stúlku að ná

En þó margar snótirnar finnist mér fríðar,
svo frjóleitar, kátar og blíðar að sjá.
Ég um eina veit þó að leitað sé víðar
sem vænust mér þykir jörðinni á



Tölva

Eigðu þig andskotans djöfulsins drasl!
Þú dugir til einskis nema að búa til basl.
Vesen og vanlíðan þú skapar að mætti
og veldur því að ekkert virkar sem ætti.
Ég í borðið þitt ber
og brjálaður sver:
Framvegis, í annað ég tímanum ver!



-Ari Kristjánsson
http://angrygrandpa.blogcentral.is