Með öfundarglampa í augum keyrir þögull
forstjórabílarnir taka rólega framúr
gullhært hlægjandi kvenfólk flissar og bendir
eins og þær gerðu þegar hann var lítill

hljóðmengar friðsamt vorkvöldið með sírenuvæli
gefur bensínið í botn niður hálan þjóðfélagsstigann
hleypur inn í lögverndaða friðhelgi einkalífsins
ungt friðsamt par situr við arininn og reykir jónu

dregur hana dónalega á gylltu hárinu eftir gólfinu
í hjarta elskandans springur eldfim púðurtunna
stekkur á kvalara þeirra til margra ára
gullinu sleppir og slær elskandann snöggt niður

þaulæfð höggin bergmála á hvítu veikbyggðu bakinu
innilegt glott færist yfir kaffibrúnar tennurnar
í hita leiksins fær hann ómeðvitað holdris
nú er hann viss um að sofna vel í nótt
“True words are never spoken”