Í stað sorgar fyllir gleði líf mitt allt
og sólin skín, og mér er ekki kalt
ég gafst ei upp og fékk það launað-margfalt.

Með bros á vor ég held í lífsins leik
og myrkrið hverfur, ljósið fer á kreik
ég passa líf mitt, svo allt fari ekki í steik…

Út ég held, að leita frægðar, frama
ég er svöl, já, ég er klassa dama
um framtíð mína nú mér er ekki sama.

Og ástin hvarf mér, bara eins og annað
þessi svik, þetta líf það ætti að vera bannað
og ástin bregst alltaf, já það er sannað.