Án sunnu hef ég þraukað þúsund stundir,
með þanka mína hulda hennar tjöldum.
Sem lítil gimbur er við lömbin leikur,
en lendir sífellt systrum sínum undir.

Við getum betur hýrst hér ef við höldum,
þeim huga kyrrum sem á vandann eykur
með kvíða ´og leiða´ er lýir okkar lundir,
án ljóssins það sem eftir lifir öldum.

Að þessu þunga kvæði var sá kveikur,
að hvirfli mínum sóttust engir blundir.
Því hún sem nefnd er sunna svipti völdum,
sælan hlut sem er nú aðeins reykur.
Ó, ástareld er okkar fyrstu fundir,
fengu brenni sem við síðar földum.

—–

Kvæðið er í sonnettuformi ef litið er til fjölda lína og fjölda bragliða. Rímið er þó ekki hið klassíska abba - abba - cde - cde heldur abca - bcab - cab - cab. Þannig við getum kallað þetta sonneting eða sonnetju þar sem þetta er ekki alveg eftir bókinni.