Ég veit að þið eruð örugglega öll orðin helvíti pirruð á ljóðunum eftir mig..skil ykkur, þau eru langt frá því að vera góð eins og er..en ég ætla samt að senda inn eitt í viðbót, ég er núna ekki í svo djollí skapi, mikið að ske hjá mér, svo mér þætti vænt um að þið fyrigefið þetta eilfía væl:)
Með fyrirfram þökk,
Eyrún

-Heartbreak-

Þú lofaðir mér gulli og grænum skógum
þú sagðir, að ég væri rétt fyrir þig
ég fann það, ég vissi að við yrðum lengi saman
en svo ákvaðstu, þú ákvaðst, að gefa bara skít í mig !

Þú varst alltaf svo góður, með hendurnar svo traustar,
aldrei þrýstingur, aldrei efins, efins um mig
svo hættirðu, þú ákvaðst að brjóta mitt hjarta
mér var loksins farið að líða eins um þig !

Í sjálfsvorkunn þú lifðir, og í sjálfsvorkunn þinni ég dey,
þú ert aumur, þú veikur, og þú vissir það vel
en þó ég segði þér að hætta að lifa mínu lífi
þú gafst ekki upp, og undir augum þínum fraus ég í hel.

Þið skiljið líklegast ekki um hvað þetta er þannig, bara persónulegt og bara fyrir mína reynslu, en ég ætla að taka fram ég var ekki að hætta í sambandi eða neitt, bara að uppgötva að lífið er ekki bara um að gleðja stráka og gera allt fyrir þá!