Ég bjó til nýjann texta við lagið Country road

KJALVEGUR KOM MÉR HEIM

Næstum heilagt Himnaríki
Héraðsvötnin held þau engann svíki
Skagafjörður sælar minningar
Í sveitasælu króksins ég er uppalinn þar.

Kjalvegur kom mér heim
Á æskuslóð með ljúfum keim
Tindastóllinn tígulegur
Kom mér heim Kjalvegur

Minningarnar safnast saman
Margt um manninn í Miðgarði er gaman
Mælifellið í vætutíð með hatt
Manndrápskinnin snarbrött og Fagranesið flatt

Kjalvegur kom mér heim
Á æskuslóð með ljúfum keim
Tindastóllinn tígulegur
Kom mér heim Kjalvegur

Ég heyri að morgni Tindastóllinn hrópar á
mig
Í útvarpinu hlusta ég á gamla slagara
Er ek ég heim hlað Sú hugsun hellist yfir mig
Ég er kominn heim
Kominn heim

Kjalvegur kom mér heim
Á æskuslóð með ljúfum keim
Tindastóllinn tígulegur
Kom mér heim Kjalvegur
(Endurtekið)

Kom mér heim Kjalvegur
Kom mér heim í Skagafjörð