Syngur Þröstur um sumarnótt
Sá kann að ekki að þegja
Vorboðinn ljúfi vekur mig skjótt
Og ekkert hægt að segja

Gargar Þröstur þrjú um nótt
Og þrótt minn burtu tekur
Að raska ró og réttum frið
Ræfillinn gerist sekur

Um fjögur fæ ég ekki frið
Fíflið stöðugt æfir
Á sama stað að gömlum sið
Allt hann yfirgnæfir

Fimm að morgni hann fagurt galar
Á förum er hann ekki
Í margar vikur vor hvert malar
Vel ég hann þekki

Um sex hann er enn að störfum
Sá er ekki að hætta
Hann er víst að sinna sínum þörfum
Ég við það verð mig að sætta

Um sjö hann syngur eins og gengur
Samt er eitthvað breytt
Söngur fagur, syngdu lengur
Ég sofnaður heyri ekki neitt

Ég vorboðanum venst að lokum
Víst á hverju ári
Hlustum á og hérna dokum
Held ég ljóðið klári