Sótugur svartur með úfið hár
híbýli þeirra er við að brenna
í brennandi fötum með opið sár
hvernig skyldi hann þessu nenna?

bjargar grátandi snáða á þriðja ári
hleypur aftur inn í eldinn sem gaus
litli snáðinn kveður með sáru tári
nú er hann orðinn munaðarlaus

fólkið góða sem varð eldinum að bráð
nístandi logar særðu þeirra fagra hold
fáir skilja þessa drottins háð
við endum víst öll í vígðri mold
“True words are never spoken”