Sálin hvíslar hægt með veikri röddu
hlustaðu nú vel á þinn innri mann
ég loka hana af einsog svarta pöddu
reyni að vera góður í því sem ég kann

Í veðurofsa heyrist daufur hjartasláttur
taktfastur við mitt blóðrauða hjarta reiða
ég leita út um allt uns mig skortir máttur
karleðlið öskrar að það vill lífið meiða

Þótt það taki mig þessa ævi og aðra líka
mun ég ekki hætta þessari krossferð minni
fátæk eða sjúk eða e.t.v. ertu meðal ríkra
hætti ekki fyrr en ég þig finni
“True words are never spoken”