1000 ár…

einhverskonar orku lind hefur opnast
þó svo ég gangi sama veg í dag og í gær
er allt breytt, líkt og ég sé komin á annan stað.

Meira að segja fúli þjónnin, réttir mér brosandi kaffið
Og frúin sem skammast, liggur eins og marvaði í sólbaði.

Óeindalegur léttir fyllir lungu mín
Falleg bros mæta mér í amstri dagsins
Liggur við að ég kafni úr gleði og kæti…

Endalaust rökkrið hefur yfirgefið mig
Læt til leiðast og kyssi þig, þig sem fæddir mig.

Gangandi ólukku maður, hugur í álögum
Hef gefið upp mitt fyrra líf og séð
Að það er svo miklu betra til.

Nú hlakka ég í fyrsta sinn, mín móðir
Að vakna á ný.

Vakna og leifa mér að ganga minn veg
Án þess að taka eftir því sem blekkir mig
Án þess að finna fyrir því, hversu vonlaus ég er.

Hef fundið minn vin, já vininn minn
Mig sjálfan.