Þar sem fjallið er að finna
Milli fossa bernskunnar þinnar
Sest sólin svo skær og hlý

Mótar á himni svo hljómfögur sýn
Skreytir himinn gylltum lit
Rauð, gulbleik fegurð

Í fossanna glundri heyrist niður
Þú sast þar, þar var þinn friður
Á köldum mosaling

Oft dansaði vindurinn við eyrað
Þú heyrðir meira en flestir vilja heyra
Sást huldufólk og fleira

Þögnin hvíslaði ýmsu að þér
Sögum um það sem áður gerðist
Í heimi fjarlægri öllu

Trú þín var sterk
Bifaðist aldrei, þú trúðir á ást
Þú trúðir á mig….

Ég sveik þig
Fórnaði sjálfri mér í niðandi fossinn
Og sveik þig

Fyrirgefðu mér bernskujörð