ég sit andspænis manneskju
sem virðist halda að hún skilji allt,
spyr mig
afhverju gerðiru þetta og hvað varstu að hugsa,
tóninn er í rödd hennar er óþægilega skilningsríkur,
eins og hún viti hvað maður er að ganga í gegnum um.

það eina sem ég hugsa er
þú veist ekkert hvað ég geng í gegnum,
þú veist ekki hvað það er að ráfa i eigin hugarheimi
og vita ekki hvað er að gerast!!
þú veist ekkert um mig,
þú skilur ekki neitt!!

hún heldur að bækur útskýri allan heimsins vanda,
og þaðan af á hún að skilja hvernig mér líður,
kjaftæði!!!!!!!!
ég vakna í svitabaði á nóttu hverri,
því draumar mínir ofsækja mig,
í draumum mínum hleyp ég í gegnum engi
full af verum sem draga mig á tálar,
plöntu ófreskjum sem draga mig niður í víti.

hvernig ætti hún að geta skilið þetta,
hvernig gæti hún hjálpað mér
að losna við slíka hugaróra!!!
ekki gerðu hinir það
því ætti henni að takast!!

ég svara henni þolinmóð,
ég gerði þetta til að hjálpa mér,
til að losna við drauma og óraunveruleika,
sem koma upp á verstu stundum,
ég notaði hnífinn í neyð,
en hjálpin sem ég notaði gékk ekki
og í nótt mun ég vakna aftur í svitabaði.

ég stend upp og geng að hurðinni
segi að hún ætti að vera hjálpa einhverjum öðrum en mér,
því það gagnast lítið að reyna,
ég kem ekki aftur og vona að þú hafið það gott,
það er það síðasta sem ég segi
ég geng út í myrkrið að næsta húsasundi
þar sem engin finnur mig og enda allt!!
ég svíf áfram inní nýtt líf,
þar sem ég fæðist aftur sem vesælt barn
inn í þennan heim sem sturlast smátt og smátt.


veit ekki alveg hvað kom yfir mig og er ekki viss hvað ykkur finnst en mér finnst þetta bara ekki nógu gott hjá mér.

kv.
tabris