Tárin streyma niður
hugsanir um eigin dauða
þjóta fram og tilbaka
í hausnum á mér.
Hver er tilgangur lífsins
ef þetta er mitt líf?
Ég slekk ljósið og
fel mig undir sænginni.
Ég er komin með hausverk
af öllum þessum þungu hugsunum.
Mig dreymir um frið og hamingju
en þá vakna ég við
hljóðið í dauðanum,
það læðist aftan að mér
og upp bakið og
smeygir sér inn í hausinn á mér,
leggur þar allt í rúst og
skilur mig eftir reiða
með rakvél í hönd