Ég sit umvafin þykku myrkri
ein í horni, þögnin ein
ég sé á eftir ljósinu, geislanum, hann flýtur
ég dríf mig á fætur, er ég of sein ?

í örvæntingu dett ég og fell á jörðina
dríf mig á lappir, ekki núna, ekki aftur
ljósið það dofnar, ekki fara, ekki strax
hvar ertu, hvert fór þessi guðlegi kraftur ?

Þarf ég þá ekki að bíða, bíða aðra umferð
til að mega vera með, með í lífsins leik
eða er það bara meðfætt, ég er bara gölluð
og eins og mitt líf fara tækifæri í steik ?

En svo birtist það aftur, ljósið, ljósið mitt
með geislana sína, ó, svo skæra, og bjarta !
Ég græt tárum gleði, ég get komist inn aftur
ég fann þá, þeir komu, þessir sterku Guðskraftar !