ég flauta lítið lag,
jólalag.
ég syng lítið lag,
jólalag.

það eru að koma jól,
og þá eiga allir
að vera glaðir og ánægðir,
í jólaskapi ekki satt?

á morgun koma jólin,
en ég hlakka ekki til,
því ég hef orðið fyrir missi,
meiri en þú getur
nokkurn tímann ímyndað þér.

hvernig er það hægt að finna fyrir tómleika
á jólunum, hátíð ljóss og friðar og ástar líka?
ég er bara svo tóm að ég finn enga gleði.
ég er bara svo tóm að ég sé enga ást.

þú varst barnið mitt,
eina barnið mitt,
þú hlóst svo fallega
og grést næstum aldrei.

ég á alltaf eftir að sakna þín,
og það verður alltaf tómlegt án þín
á jólunum, hátíð ljóss og friðar því
þá missti ég þig og ég sakna þín.
ég kemst aldrei aftur í jólaskap.

ég flauta lítið lag,
jólalag.
ég syng lítið lag,
jólalag.

ég vil taka það fram að ég sjálf hef ekki misst neinn
kærkomin mér sérstaklega(ég er það heppin) þannig að
þetta er í raun bara hugarburður og engin sorgarsaga
frá mér.
cecilie darlin