VANTAÐI VIN

Er reið og sár,
en heitt stálið harðnar/kólnar.
Þetta er ekki mér að kenna
og dagur breytist í nótt.

Reyndir að ýta mér fram af,
vopnaður þögn
og með flugbeitt sverð
er skeytingarleysi kallast.

Hríslandi greinar lífsins
reyndu að grípa í mig og klóra.
En ég stóð það af mér
og þú færð mig aldrei!

Þú ert dúkkulísa án fata,
pappírs snepill í gámi.
Og allt sem eftir stendur
gleymist – fljótlega.

Og þegar ég heyri röddina þína
langar mig til að garga,
því ég vil ekki sjá þig
og þaðan af síður á hlusta.

Hjá þér er það allt eða ekkert.
Ég á ekki meira til að gefa!
Vilt ekki vera vinur,
vilt bara eiga…