Ort til ónefnds afmælisbarns sem varð hálffimmtugt á dögunum. Fáeinum hendingum hefur verið breytt.

Einu sinni í fornri fyrnd
fæddist lítill, ljúfur drengur.
Veröld hans var stjörnum stirnd
uns stór hann gerðist - eins og gengur.

Yfir fóru að færast ár.
Fagurt ómar ellistrengur.
Núna skortir höfuð hár.
Hann er ekki ungur lengur.

Niður kinnar torveld tár
í taumum miklum óðum streyma
“Mér til höfuðs hrannast ár!
ég hlýt að vera að fokking dreyma!”

Nú er af sem áður var,
æskan hefur burtu fokið.
En horfðu á björtu hliðarnar:
Hér er þessu kvæði lokið.