Guðinn grætur regnmiklum tárum
lítur um öxl sér yfir liðna tíma
landið er umvafið heiðbláum bárum
flautuð var af þessi lífsins glíma

fyllir lungu nýfæddara af andans gasi
blóðrauður lífsvökvinn rennur svo mjúkt
þar er eftir þér að vera léttur í fasi
en djúpt í hugafylgsni leynist eðli sjúkt

með útgrátnum ævagömlum augum sínum
horfir á lífsbarin börn of langar nætur
kveikir með þeim vonir á erfiðum tímum
gefur þeim ástæðu til að fara á fætu
“True words are never spoken”