Hún tók fyrstu skrefin
Fikraði sig áfram
Ekki detta
Skall í gólfið
Stóð aftur á fætur

Hann hellti í glasið
Vandaði sig
Ekki hella niður
Glasið splundraðist
Hreinsaði það upp

Hún hljóp bakvið kofann
Faldi sig
Ekki finna mig
Þeir náðu henni
Finn betri felustað næst

Hann talaði við fólkið
Hlustaði að athygli
Ekkert vesen
Slagsmál brutust út
Gengur betur næst

Hún kyssti strákinn
Innilega
Ekki meira
Gekk of langt
Segja nei fyrr

Hann drakk úr flöskunni
Af áfergju
Ekki of mikið
Kastaði upp
Þurrkaði sér í framan

Hún birtist úr þvögunni
Hann byrjaði að tala
Engar áhyggjur
Allt var í lagi
Allt small saman

Þau kynntust
þau töluðu
þau hlustuðu
þau hlógu
þau horfðu
þau kysstust
þau dreymdi
þau þráðu
þau vildu
þau elskuðust
þau lofuðu
þau elskuðu

Eða var það bara hún?

Hann fór
Hann flúði
Hann hvarf
Hann fann ekki
Fannst ekki
Svaraði ekki
Hlustaði ekki
Reyndi ekki
Dreymdi ekki
Þráði ekki
Vildi ekki
Lofaði ekki
Elskaði ekki

Hún hló ekki
Svaf ekki
Gat ekki
Hún grét
Þráði
Vildi
Leitaði
Lofaði
Talaði
Öskraði
Þjáðist
Elskaði

Hún reyndi!