Stundum er svo erfitt að sætta sig við þegar einhver hefur komið illa fram við mann, ár geta liðið án orða og svo einn daginn vaknar maður við þann vonda draum, að manneskjan sem manni þótti í raun voða vænt um sé dáin…. án þess að maður hafði tækifæri á að segja; fyrirgefðu.

kveðja..

við skildum í sátt, þó kveðjan var sögð í hljóðum
Leið okkar skildust að lokum.

Tilfinningar hrösuðu um orð, og orð eru sár
Nú les ég um þig, græt líkt og barn, saknaðartárum.

Eflaust hefðu getað liðið annsi mörg ár
án orða, án bros, án þess að horfa á hvor aðra.

En nú líða engin fleiri ár, því kölluð varstu til náða.

Minningin skrifuð er í blaðið í dag,
Þú gafst upp með sóma, leyfðir hafinu að ráða

….. það ákvað að meðtaka þig …..