Ég geng um stræti með fána í hönd
gangandi auglýsing fyrir betra lífi
hann blakir svo fagur í sjávargolunni
aðrir fánar reyna stundum að skyggja á minn

hvar ætli menn fái svona fína fána?

á þjóðhátíðardag blakta allir fagrir þjóðarfánar
ég flagga mínum upp í stöng og bíð rólegur átekta
ætli einhver nemi staðar og nenni að horfa?

sumir horfa öfundaraugum og bíða færis
en ég bara horfi vinalega á móti og brosi

á Íslandi er nefnilega bannað að brenna fána
“True words are never spoken”